Innskráning í Karellen
news

6 og 7 ára börn njóta vellíðunar í floti

21. 03. 2018

6 og 7 ára börn njóta vellíðunar í floti

Að fljóta gefur frelsi frá öllu utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Við þessar aðstæður skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla sinn innri takt og njóta vellíðunnar sem og heilsubætandi áhrifa slökunar.

Við í Barnaskólanum er svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur hana Thelmu, textíllistakonu, jógakennara og flotkennara, sem ætlar að bjóða 6 og 7 ára börnunum okkar upp á flot. Þannig munu börnin fá að fínstilla sinn innri takt tvisvar í viku á móti sundtímunum sínum. Thelma, sem er móðir á sex ára drengjakjarna og hefur bæði kennt jóga og textíl í brautum í Barnaskólanum segir að rannsóknir sýni að flot sé einstaklega róandi og við það eitt að sleppa tökunum og leyfa sér að fljóta eigi ákveðin efnaskipti sér stað. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víki fyrir vellíðunarhormónunum endorfíni og beta endorfíni.

Í flotinu nota börnin flothettur sem er íslensk hönnun gerð til að upplifa vellíðan í vatni, losa út neikvæð áhrif streitu og eiga nærandi stund í kyrrð. Það var því undurljúft að fylgjast með sjö ára börnunum í sínum fyrsta flot tíma í dag í Sundhöll Reykjavíkur.

Við erum óendanlega þakklát fyrir allt það fallega starf sem Thelma hefur fært okkur í Barnaskólanum og þannig dýpkað og auðgað menningu skólans ❤

© 2016 - Karellen