Innskráning í Karellen
news

​Frábært handverk í Barnaskólanum

12. 12. 2018

Frábært handverk í Barnaskólanum

Börnin sem völdu sér handverksbraut unnu skemmtileg verkefni á handverksbrautinni. Thelma og Lovísa Lóa eru frábærir kennarar sem leyfðu þeim að vinna fjölbreytt og skapandi verkefni.

Eldri börnin í skólanum fengu að fræðast um endurnýtingu hluta og endurnýtanlegan efnivið. Þau fóru í vettvangsferð í Góða hirðinn, þar sem þau fengu að velja sér stóla til að vinna með. Þau hófust handa við hugmyndavinnu, gerðu skissur í skissubókina sína og síðan var byrjað að hanna og skapa nýjan hlut úr gömlum. Börnin unnu með alls konar verkfæri eins og sagir, borvélar, sandpappír, límbyssur, hamar og nagla, garn, perlur, tölur, slaufur, borða og nálar. Þau þurftu að hugsa hvaða tækni myndi þjóna þeirra hugmynd. Afraksturinn var stórkostlegur, stólalistaverkin þeirra voru einstök og sýndi vel hvað börnin eru hugmyndarík.

Á handverksbrautinni fengu þau einnig að vinna með grafík - sand þrykk, óróa og myndbyggingu þar sem efniviðurinn og náttúran var kveikjan að þeirra eigin sköpun. Börnin voru vinnusöm og mikil gleði ríkti hjá litla listafólkinu.

© 2016 - Karellen