Skólabíll Barnaskólans í Reykjavík vill þjónusta nemendur skólans eftir bestu getu. Bílstjórinn okkar heitir Eggert og hann er starfsmaður Barnaskólans.


Farin verður ein ferð á morgnana og tvær ferðir eftir hádegi að loknum skóladegi og síðdegisstarfi. (kl. 14:30 og 16:15).

Ætlunin er að bæta við stoppustöðvum ef áhugi er fyrir hendi og aðstæður leyfa en stefnt er að því að stoppa á eftirtöldum stöðum ( eða eins og þurfa þykir):

Við Neskirkju, í Litla Skerjafriði, við Ráðhús Reykjavíkur, Óðinstorg, Hallgrímskirkju, Kjarvalsstaði og Austurver.
Við hvetjum til notkunar á skólabíl.
© 2016 - Karellen