Innskráning í Karellen
news

Barnamenningarhátíð

09. 04. 2019

Barnamenningarhátíð var sett í Hörpu í dag og var öllum börnum í 4. bekk úr skólum Reykjavíkur að vera viðstödd setningarhátíðina. Okkar börn létu sig að sjálfsögðu ekki vanta, þau mættu öll í rauðum skólapeysum og voru skólanum til sóma.

Hátíðin stendur yfir í viku og fjölmargt listafólk á öllum aldri mun taka þátt í henni, meðal annars börnin okkar úr Barnaskólanum.

Klukkan 15 í dag verður opnuð ljósmyndasýning fimm ára nemenda í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík en það er afrakstur rannsóknar á sjónarhorni og meðvitundar um náttúru og umhverfi nær og fjær. Með forvitni að vopni, umhverfisvitund á bak við eyrun og fókus á áhugaverð sjónarhorn hafa börnin tekið myndir af því sem fangað hefur athygli þeirra í nærumhverfi skólans sem og á ferðum sínum um borgina.
Sýningin í Líkn í Árbæjarsafni er haldin í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, þar sem börnin fengu góða leiðsögn, og má þar sjá úrval mynda sem börnin hafa tekið.

Föstudaginn 12. apríl kl. 16 í Gerðubergi eru tónleikar á vegum Barnamenningarhátíðar sem nefnast ,, Tónar unga fólksins" og munu börn af tónlistarbraut Barnaskólans flytja tvö frumsamin lög. Stjórnandi er Áslákur Ingvarsson.

© 2016 - Karellen