Innskráning í Karellen
news

Dagur náttúrunnar

16. 09. 2019

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran og Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, kröftugum sjávarföllum og fjölbreyttri veðurfari. Um leið höfum við sem búum á Íslandi notið alltumlykjandi náttúrufegurðar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni.

Í Barnaskólanum fengu börnin fræðslu um dag náttúrunnar og unnu fjölbreytt verkefni. 8 ára börn fóru í göngutúr, hlustuðu á vindinn, rigninguna og skynjuðu fallegu náttúruna allt í kringum þau. Þau unnu síðan skemmtilegt myndaverkefni.

© 2016 - Karellen