Innskráning í Karellen
news

Fimm ára börn mætt í skólann

19. 08. 2019

Kæru foreldrar og forráðamenn
Í sumar hefur sólin glatt okkur og vonandi hafið þið öll notið veðurblíðunnar. Það er bjart yfir Barnaskólanum og mikil eftirvænting í lofti fyrir komandi skólaári. Við hlökkum mikið til að hitta ykkur og halda áfram að byggja upp frábæran skóla.
Fimm ára börnin eru byrjuð að týnast í skólann en við bjóðum upp á aðlögun fyrir þau fyrstu vikuna. Þau taka síðan þátt í formlegri skólasetningu með eldri börnum skólans. Hér á myndinni má sjá nokkrar glaðar fimm ára vinkonur.

Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst og fer fram á Sólinni, í anddyri Háskólans í Reykjavík. Þangað eruð þið öll velkomin, fullorðnir og börn.
8 og 9 ára og 10 ára börn (2011, 2010 og 2009) mæta klukkan 9:00
5, 6 og 7 ára börn (2014, 2013, 2012) mæta klukkan 10:00
Hvor skólasetning tekur u.þ.b. 30 mínútur og að þeim loknum ganga börnin með kennurum sínum yfir í Barnaskólann og þá tekur við skóladagur til kl. 14:30.
Starfsfólk Barnaskólans hlakkar til að sjá ykkur !

© 2016 - Karellen