Innskráning í Karellen
news

Fyrirkomulagið í næstu viku

19. 03. 2020

Nú eru óvissutímar og þó að við séum að skipuleggja næstu viku þá vitum við að allt getur breyst á einni nóttu. Við tökum því eina viku í senn. Við treystum ykkur til að senda ekki börn í skólann sem eru með kvef, hósta eða eru slöpp. Í viðhengi má sjá hvar hver hópur verður staðsettur og skiptingu innganga. Þið megið fylgja börnunum að sínum inngangi en foreldrar eru beðnir um að fara ekki inn í skólann nema nauðsyn krefji. Morgunmatur verður í boði fyrir fimm ára börn en gert er ráð fyrir að önnur börn verði búin að borða morgunmat heima.

Fyrirkomulagið í næstu viku verður svona:

5 ára hópnum hefur verið skipt upp í tvo hópa sem mæta í skólann annan hvern dag. A - hópur mætir á mánudegi, B - hópur á þriðjudegi og síðan koll af kolli. Börnin munu vera í þeim skólastofum sem þau hafa fengið úthlutað í norðurhúsi. Skólinn opnar kl. 08:00 fyrir fimm ára börn en kennsla hefst klukkan 9 eins og venjulega. Fimm ára starfinu lýkur klukkan 16.

************
Kennsla verður fyrir 6, 7, 8 og 9 og miðstigsbörn frá klukkan 9-12:30.

Boðið verður upp á frístund fyrir 1. og 2. bekk frá klukkan 12:30- 15:00.

6 ára hópurinn
verður í sínum gömlu skólastofum í suðurhúsi en fyrirtækið Heilbrigð hús hafa gefið grænt ljós á notkun þeirra. Skólastofurnar voru rakamældar og agnatalning gerð og allt kom þetta vel út.

7 ára hópurinn verður beint á móti fimm ára, þar sem 7 ára stúlkur hafa verið í þessari viku,

8 ára hópurinn verður í færanlegri skólastofu við bílaplanið. ( sjá mynd).

9 ára hópurinn verður í sínum stofum.

Miðstigið verður í sinni stofu og er það eini hópurinn sem mætir í skólann klukkan 9:15.

Ef þið hafið spurningar þá hikið ekki við að hafa samband.

© 2016 - Karellen