Innskráning í Karellen
news

Hraustar stúlkur í Barnaskólanum

29. 05. 2019

Í Hjallastefnunni er skólaárinu skipt upp í lotur. Síðusta lotan er áræðnilota. Í þessari lotu er lögð áhersla á kjark, kraft, virkni og frumkvæði. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdagleði og kjarkæfingarnar geta verið af ýmsum toga. Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir máli sínu, til dæmis með rökræðum og heimspekilegri úrvinnslu. Hér má sjá nokkrar sex ára vinkonur stökkva af háum steini inn í húllahring. Það er mikil tilhlökkun að takast á við skemmtilegar æfingar og finna innri kraft.

© 2016 - Karellen