Innskráning í Karellen
news

Hreyfing eflir og kætir

27. 03. 2020

Mætingin í sjö ára stúlknahópnum hefur verið einstaklega góð og hefur fjölgað í hópnum með hverjum deginum sem líður. Það er mikil áhersla lögð á útiveru og hreyfingu og fóru stúlkurnar t.d. í útihreysti fyrir utan skólann í morgun og í langa skógargöngu fyrr í vikunni. Einnig hafa þær bæði verið að æfa dansinn hans Daða og dansinn við víetnamska handþvottalagið, spilað keilu og margt fleira. Heimaverkefnin hafa verið alls konar, m.a. að æfa sig í að sippa og kom ein stúlkan stolt til kennara síns, Margrétar A. Markúsdóttur, í dag og sagði: Í gær kunni ég ekki að sippa en nú kann ég það!

© 2016 - Karellen