news

Hugleiðsla í Barnaskólanum

19. 11. 2020

Í Barnaskólanum er kennt jóga. Þar æfa börnin meðvitaða öndun, þá gefa þau sér tíma til að draga djúpt inn andann og slaka á. Þau gera léttar æfingar þar sem þau þjálfa sig í að finna kyrrðina innra með sér. Börnin eru mjög ánægð að fá hugleiðslu í skólanum og finna vel hvað hún hefur góð áhrif á þau.

Á myndinni eru fimm ára drengir að gera hugleiðsluæfingu með Margréti kennara sínum.

© 2016 - Karellen