Innskráning í Karellen
news

Jólafrí

17. 12. 2019

Aðventutíminn í Barnaskólanum einkennist af ró og friði. Börnin eru mikið að dunda sér, syngja jólalög og njóta þess að eiga saman yndislegar stundir með kennurum, vinum sínum og vinkonum. Þau leika sér líka mikið úti í snjónum og það er mjög gaman.

Nú fer að líða að jólafríi. Á fimmtudag er síðasti skóladagur á þessu misseri og þá verður hátíðlegur jólasöngfundur. Söngfundur fyrir eldri börnin er klukkan 9 og fyrir yngri börnin klukkan 9:45. Þetta eru yndislegar stundir þar sem við syngjum og eigum saman góða stund.

Starfsfólk Barnaskólans óskar börnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla. Megi gleði og friður jólanna fylgja ykkur öllum á nýju ári.

Skólinn hefst síðan aftur mánudaginn 6. janúar.

© 2016 - Karellen