news

Lestrarkennsla í Barnaskólanum

04. 11. 2020

í Barnaskólanum er mikil áhersla lögð á lestur og lestrarþjálfun. Á þessari mynd má sjá Eddu Huld sem kennir 6 ára stúlkum leggja inn stafinn Ö. Stúlkurnar eru áhugasamar og fylgjast grannt með þegar kennarinn teiknar skemmtilega mynd á töfluna og segir þeim sögu um stafinn Ö. Þær móta stafinn með hendinni og síðan eru notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir til að festa hann vel í minni.

© 2016 - Karellen