news

Listakennsla í Barnaskólanum

14. 09. 2020

Í Barnaskólanum eru frábærir listakennarar. Lovísa Lóa Sigurðardóttir er ein þeirra og hefur starfað hjá Hjallastefnunni í mörg ár. Þessa dagana er 6 ára stúlkur að vinna með náttúrulist, sköpun og ævintýri í handverkssmiðju. Þær eru að fræðast um allskonar handverk og efnivið og hafa komist að því að náttúan og móðir jörð gefur og lánar allt það sem við þurfum á að halda til að vera til og skapa fallegt og ævintýralegt í kringum okkur. Þær eru einstakar þessar listakonur og hafa í síðustu viku unnið listaverk í skóginum, dýr úr könglum og laufblöðum, ásamt nokkrum híbýlum fyrir dýrin í skóginum. Þær eru fróðleiksfúsar og skapandi og hafa stórt hjarta þegar kemur að jörðinni okkar og litlu vinunum í skóginum.

© 2016 - Karellen