Innskráning í Karellen
news

Lundapysja í heimsókn

07. 09. 2019

Hér í vikunni kom lundapysja í heimsókn til okkar í Barnaskólann. Pabbi drengja á fimm ára kjarna, sem er Vestmannaeyingur, leyfði henni að líta til okkar áður en hún færi aftur til Vestmannaeyja. Börnunum þótti þessi heimsókn ákaflega skemmtileg. Þau voru frædd um pysjurnar og lærðu að þeir eru ungar lundans. Pysjurnar koma úr egginu sínu á sumrin og sitja í holu sinni á meðan foreldrarnir ná í æti. Þegar pysjurnar stækka þá verða þær svangar og yfirgefa því holuna sína. En þó nokkuð margar pysjur ruglast aðeins, þær blekkjast af ljósunum í bænum og halda þangað. Þess vegna fyllist oft bærinn af pysjum sem rata ekki út á sjó. Þá hjálpa börnin í Vestmannaeyjunum og foreldrar þeirra pysjunum og sleppa þeim við sjóinn þannig að þær geta haldið á vit ævintýranna.

© 2016 - Karellen