news

Myndlistin heillar

27. 09. 2019

Nú er opin vika í Barnaskólanum. Í vikunni fara börnin í vettvangsferðir með kennurum sínum og upplifa margt áhugavert og fræðandi. Átta ára hópurinn er á faraldsfæti þessa dagana og í gær fóru börnin á Kjarvalsstaði til að skoða sýningu listamannana Kjarvals, William Morris og Sölva Helgasonar. Þau léku sér síðan á Klambratúni og nutu góða veðursins áður en þau héldu í skólann á ný. Þau munu síðan í framhaldi vinna verkefni, myndverk í anda Sölva og Williams.

Hér má sjá glöðu og frábæru átta ára börnin okkar.

© 2016 - Karellen