Innskráning í Karellen
news

Námuvinna

11. 04. 2019

Í Barnaskólanum er mikil áhersla lögð á útiveru og frjálsan leik. Börnin okkar eru ótrúlega hugmyndarík og það er gaman að fylgjast með skemmtilegum ævintýraleikjum verða til þar sem álfar eða alls kyns furðuverur hlaupa villt um Öskjuhlíðina okkar. Stundum sjást hópar ganga til hörkuvinnu og þessa dagana eru 8 og 9 ára drengir önnum kafnir við námugröft og vinnslu. Þeir týna steina og síðan mylja þeir steinana niður. Þetta er hörkupúl og mikil vinna en ekki vantar áhugann og einbeitnina hjá drengjunum. Það er dásamlegt að sjá þá hjálpast að við vinnuna, finna kristalla, grágrýti eða ýmis konar steindir og hamast við að mylja þetta niður af fullum krafti. Hér á myndinni má sjá nokkra vini leita að úrvals grjóti til að mylja í námuvinnunni.

© 2016 - Karellen