Innskráning í Karellen
news

Nýr starfsmaður síðdegisstarfsins

28. 01. 2020

Barnaskólinn hefur ráðið inn nýjan einstakling sem mun bera ábyrgð á og leiða síðdegisstarfið okkar. Pétri Ragnhildarsyni þökkum við kærlega fyrir frábært starf og traust og góð samskipti en hann hefur sinnt síðdegisstarfinu frá því í haust. Hann verður eitthvað áfram með okkur en hverfur síðan til nýrra verkefna.

Nýi starfsmaðurinn heitir Markús Bjarnason, hann er fæddur árið 1979 og er tveggja barna faðir. Hann útskrifaðist með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá H.Í. vorið 2019. Markús hóf störf hjá Barnaskólanum strax eftir áramót og hefur mikinn áhuga á að þróa áfram frístundastarfið í takt við Hjallastefnuna og aðstæður í skólanum. Hann hefur sagt að frábært starfsfólk, aðstæður og andinn í skólanum geri það að verkum að starfið verður án efa skemmtilegt og spennandi.

Markús hefur unnið á leikskólum , frístundamiðstöðvum og félagsmiðstöðum af og til í rúman áratug. Hann var aðstoðarforstöðumaður í frístundaheimili Háteigsskóla og hefur undanfarin 2 ár starfað hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri og flakkað á milli átta frístundaheimila með skapandi tónlistarstarf.

Markús er einnig frábær tónlistarmaður og starfar sem slíkur í hlutastarfi. Hann kennir núna tónlist í smiðjum og tónlistarbraut við skólann.

Þá er kominn nýtt símanúmer fyrir fristundina, ef þið þurfið að koma upplýsingum eða skilaboðum til Markúsar en auk þess er Markús með viðtalstíma á milli 11-12 alla virka daga.

Sími síðdegisstarfsins er 782-9830

Vinsamlega skráið símanúmerið í símana ykkar :)

© 2016 - Karellen