news

Skapandi starf

18. 11. 2019

Skapandi námi, s.s. list - og verkgreinum er gert hátt undir höfði í Barnaskólanum. Þessar námsgreinar eru kenndar í smiðjum og fara öll börn tvisvar í viku í fjórar vikur í senn í handverk, tónlist og myndlist. Myndlistarkonan Lovísa Lóa Sigurðardóttir hefur mikla reynslu af myndlistarkennslu og nær sérstaklega vel til barna. Börnin njóta þess að teikna fallegar myndir sem oftar en ekki byggja á ævintýrum eða ævintýraheimi sem þau skapa sjálf.

© 2016 - Karellen