news

Skólabyrjun 2021

03. 01. 2021

Elsku foreldrar

Gleðilegt ár og þökk fyrir hið liðna.

Nú hefst skólastarfið af fullum krafti á morgun, mánudaginn 4. janúar.
Við hlökkum til að hitta börnin ykkar hress og glöð. Við höldum áfram með hólfunina eins og var á haustmisseri, tveggja metra reglunni og hugum vel að almennum sóttvörnum.

Skólabíllinn keyrir á morgun sína hefðbundnu leið. Vinsamlega látið vita í s:786-8803 hvert á að sækja börn sem búa á tveimur heimilum eða ef einhver förföll eru.

Sund og íþróttir eru með hefðbundnu sniði.

Nokkuð hefur borið á því að börn sem ekki hafa verið skráð í frístund hafa samt verið í skólanum eftir að skóladegi lýkur. Á þessu misseri munum við halda vel utan um viðveru barna í síðdegisstarfinu og rukka fyrir viðveru. Það er því betra að skrá barnið strax svo það gleymist ekki.

Skráning er hér: http://bskrvk.hjalli.is/ Fristund

Við biðjum ykkur einnig að virða þau tímamörk, að skólanum er lokað klukkan 16:30. Þá eiga öll börn að hafa verið sótt og starfsfólk yfirgefið skólann.

Elsku foreldrar!

Við horfum björtum augum fram á við og vonum að vormisserið verði okkur ánægjulegt og gott.

Hlýjar kveðjur

Ragnhildur og Einar

© 2016 - Karellen