Innskráning í Karellen
news

Skólasetning

12. 08. 2019

Nú fer að líða að skólabyrjun þetta skólaárið. Starfsfólk Barnaskólans hlakkar mjög til að hitta börn og foreldra.

Fimm ára börnin hefja aðlögun þessa vikuna en þau taka síðan þátt þátt í formlegri skólasetningu með eldri börnum skólans.

Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst og fer fram á Sólinni, í anddyri Háskólans í Reykjavík. Þangað eruð þið öll velkomin, fullorðnir og börn.

8 og 9 ára og 10 ára börn (2011, 2010 og 2009) mæta klukkan 9:00
5, 6 og 7 ára börn (2014, 2013, 2012) mæta klukkan 10:00


Hvor skólasetning tekur u.þ.b. 30 mínútur og eftir þær ganga börnin með kennurum sínum yfir í Barnaskólann og þá tekur við skóladagur til kl.14:30.

Boðið er upp á frístund fyrir þau börn sem óska eftir því en henni lýkur klukkan 16:30. Á heimasíðu skólans er hægt að skrá börnin í frístund. Nemendur geta nýtt sér skólarútu. Skráning í skólabílinn fer fram á heimasíðu skólans. Skólabíllinn fer eina ferð á morgnana í skólann en tvær ferðir eftir hádegi, strax að loknum skóladegi, kl. 14:30 og síðan í lok dags 16:10.

Hér er hægt að skrá börnin í frístund og í skólabílinn. http://bskrvk.hjalli.is/Fristund/Skraning-i-fristund-og-skolabil

Í þessari viku fá allir foreldrar og forráðamenn póst með upplýsingum um skólasetningu og fleira.

© 2016 - Karellen