Innskráning í Karellen
news

Skólastarf hefst að nýju

02. 09. 2020

Elsku foreldrar

Nú er sóttkvínni okkar að ljúka og við mætum aftur hress og glöð föstudaginn 4. september í skólann. Aðeins einn kennari smitaðist af Covid 19, varð reyndar talsvert veikur en er á batavegi.

Skólabíllinn mun keyra strax að morgni föstudags og frístundastarfið hefst að loknum skóladegi.

Af fenginni reynslu höfum við ákveðið að hólfa skólann okkar meira niður, allavega núna til að byrja með. Þannig er skólanum skipt upp upp í fjögur hólf.

Fyrsta hólf: 5 ára börn, kennarar og annað starfsfólk.

Annað hólf: 6 og 7 ára börn, kennarar og annað starfsfólk.

Þriðja hólf: 8 og 9 ára börn, kennarar og annað starfsfólk.

Fjórða hólf: börn á miðstigi, kennarar og annað starfsfólk.

Við biðjum foreldra, eins og síðastiðið vor í sóttvarnaskyni, að ganga ekki inn í skólahúsnæðið.

Allir kjarnar hafa sinn inngang: sjá mynd.

Sex og sjö ára börn ganga inn um vestur dyr, næst bílastæði.

Átta og níu ára ganga inn að austanverðu, nær Öskjuhlíðinni.

Miðstigs börn ganga inn um suðurinngang, fyrir miðju hússins.

Kær kveðja frá stjórnendum, kennurum og starfsfólki Barnaskólans

© 2016 - Karellen