Innskráning í Karellen
news

Starfsfólk skólans í sóttkví

22. 08. 2020

Kæru foreldrar

Því miður verðum við að tilkynna ykkur að tekin hefur verið ákvörðun í samráði og samvinnu við Almannavarnir og smitsjúkdómalækni að loka skólanum vegna COVID 19 smits. Skólinn verður því lokaður í tvær vikur, 14 daga í sóttkví til 5. september. Skólastarf hefst aftur með hefðbundnum hætti mánudaginn 7. september.

Kennarinn sem er sýktur var ekki við vinnu skólasetningardaginn og hitti því hvorki börn né foreldra þann dag. Á þessari stundu er talið að börn og foreldrar þurfi ekki að fara í sóttkví, en komi annað í ljós höfum við samband.

Heildarþrif verða gerð á húsinu næstu daga og allt sótthreinsað fyrir opnun skólans á ný.

Okkur þykir þetta ákaflega leitt en þetta er því miður nauðsynleg aðgerð.

Að sjálfsögðu er ykkur velkomið að hafa samband ef spurningar vakna.

Hlýjar kveðjur til ykkar allra

Fyrir hönd öryggisráðs skólans

Ragnhildur, s: 783 9911, ragnhildur@hjalli.is

Einar s: 898-0781, einar@hjalli.is

© 2016 - Karellen