Innskráning í Karellen
news

Uppbótarvinna í Barnaskólanum

15. 01. 2020

Í Barnaskólanum er lögð áhersla á uppbótarvinnu. Uppbótarvinnan er eitt aðalmarkmiðið með kynjaskiptingunni hjá okkur og snýst um æfingu sem við sköpum fyrir börnin á hverjum degi. Uppbótarvinna er hjallískt hugtak yfir verkefni og aðstæður þar sem stúlkur og drengir fá tækifæri til að styrkja þá eiginleika sem auðveldlega geta verið vanræktir vegna kynferðis. Börnin fá öll að æfa sig í mismunandi verkefnum sem samfélagið eignar gjarnan hinu kyninu. Þannig brjótum við niður staðalímyndir með það að markmiði að hugmyndir eins og „stelpulegt" og „strákalegt" nái utan um hvað sem stelpu eða strák dettur í hug að gera. Á myndinni má sjá 6 ára vini í uppbótarvinnu.

© 2016 - Karellen