Innskráning í Karellen
news

Yfirlýsing frá framkvæmdastýru Hjallastefnunnar

12. 09. 2020

Elskulegu foreldrar,
Í tilefni af frétt á Stöð 2 þann 12. september um lokun á suður húsinu okkar þá er rétt að fara yfir nokkur atriði.
Við tókum því mjög alvarlega þegar kom upp vafi um gæði suður húsnæðis og höfum við vandað okkur við hvert skref. Það er okkur ekkert mikilvægara en heilbrigði og vellíðan barna og starfsfólks.

Þegar upp kom grunur um að það væri ekki allt með felldu þá fengum við í kjölfarið hlutlausan aðila, fyrirtæki sem heitir Heilbrigð hús til að meta loftgæðin. Það var gert í samvinnu við foreldra sem mæltu einmitt með því fyrirtæki. Niðurstaðan kom síðan í mars 2020 og var það mat úttektaraðila að loftgæðin væru góð.

Einhverjir foreldrar voru ekki sáttir við þá niðurstöðu og töldu að það þyrfti að kanna málið frekar. Í sumar vildum við því leita af okkur allan grun og í kjölfarið var suður húsinu lokað. Við höfum nú sett upp bráðabrigðahúsnæði til að hafa húsnæði fyrir starfsemina eins og þið þekkið.

Í þar síðustu viku höfðu foreldrar aftur samband og lýstu yfir áhyggjum af norður húsinu. Við höfum strax samband við Eflu og báðum fyrirtækið að meta þetta fyrir okkur. Við skiljum að þegar svona mál koma upp þá komi krafa um að leita af okkur allan grun þó það sé annað húsnæði. Sú vinna er í gangi og við munum bregðast hratt og vel ef einhver vafi er um gæði húsnæðis og aðbúnað.

Við þökkum einlæglega fyrir stuðning ykkar og traust í þessu máli. Við munum upplýsa ykkur strax og við fáum niðurstöðu frá Eflu.
Kærleiksríkar kveðjur,
Ykkar Þórdís

© 2016 - Karellen