Innskráning í Karellen
news

​Bútasaumur, batiklitun með gúmmíteygjum og íspinnum, sprellikarlar, dúskar og kórónur!

19. 02. 2019

Bútasaumur, batiklitun með gúmmíteygjum og íspinnum, sprellikarlar, dúskar og kórónur!

Okkur vantar aldrei verkefni í handverki. Efniviðurinn kemur að langmestu leyti heiman frá börnunum. Við vinnum með náttúrunni og eflum umhverfisvitund vina og vinkvenna með því að endurnýta gömul og slitin lök, sængurver og fatnað. Gamli textíllinn fær nýtt líf í leiknum höndum nemenda og úr verða einstakar gersemar sem eru ungum hjörtum afar kærar. Á myndunum eru m.a. stoltar vinkonur með dúskana sína, vinur og vinkona með kórónur sem þau unnu með innblæstri frá listakonunum Sheila Hicks og Olgu Bergljótu Þorleifsdóttur úr efnisafgöngum og garni, litunarferli og verkefni barnanna.

© 2016 - Karellen