Innskráning í Karellen
news

​Takmörkun á skólahaldi

16. 03. 2020

Takmörkun á skólahaldi

Elsku foreldrar

Það eru sannarlega breyttir tímar og alveg ljóst að það er ekki hægt að halda úti óbreyttu starfi miðað við þær aðstæður og þau fyrirmæli sem grunnskólunum hafa verið sett.

Grunnskólar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu á þessum tímum. Verkefni okkar allra er að takmarka útbreiðslu veirunnar og þannig vernda og tryggja okkar veikasta fólk.

Við höfum farið yfir tilmæli frá Sóttvarnalækni og Almannavörum og leggjum höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til varnar útbreiðslu. Þá höfum við verið í nánu samstarf við sveitarfélagið og síðast en ekki síst notað okkar hugmyndafræði í að kjarna verkefnið og finna bestu hugsanlegu niðurstöðu sem hægt er. Sveitafélögin í landinu hafa sameinast um að samræma aðgerðir í skipulagi skóla- og frístundarstarfi eins og kostur er, en hver og einn skóli þarf að finna þá lausn innan þess ramma sem gefinn er út en vellíðan og öryggi barna ykkar er ávallt sett í forgrunn.

Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að finna allan þann stuðning, traust sem við höfum fengið frá ykkur. Við erum öll sannarlega að gera okkar besta í þessum erfiðu aðstæðum en framundan reiðir enn meira á samstarf okkar á milli.

Hér að neðan eru mikilvægir punktar yfir starfið á meðan á samkomubanni stendur. Foreldrar eru beðnir að koma ekki inn í skólann heldur keyra börnin að skólanum. Yngstu börnin þurfa örugglega einhverja hjálp og foreldrar reyna eftir fremsta megni að koma þeim í hendur kennara sem fyrst, sem tekur við þeim og aðstoðar þau.

HÓPAR Kennslan í skólanum verður aldrei í hóp fleiri en með 20 nemendum. Börnunum er skipt upp í hópa sem fylgjast að allan þennan tíma. Kennarar fylgja þessum hópi og eru með sínum barnahópi allan tímann, í matartíma og útiveru.

GRUNNKENNSLA Reynt verður eftir fremsta megni að halda hefðbundinni dagskrá en kennarar munu senda til foreldra verkefni til að vinna heima þegar börnin eru ekki í skólanum.

(SÉR)GREINAKENNSLA

Öll sérgreinakennsla fellur niður. Íþróttakennsla verður í formi hreyfingar á skólalóð, annarri útikennslu eða inni í hópastofum. Sundið fellur niður.

MATUR

Öll matarneysla fer fram í heimastofum en ekki er boðið upp á morgunmat í þessari viku.

FRÍSTUND Í þessari viku fellur niður frístund. Þeir foreldrar sem eru að vinna hjá Almannavörnum eða á sjúkrastofnun geta haft samband við skólann vegna viðveru barnsins.

SKÓLAAKSTUR í þessari viku fellur skólabíllinn niður.

© 2016 - Karellen