Heilsugæsla
Heilsugæsla Barnaskóla Hjallastefnunar í Reykjavík heyrir undir Heilsugæslu Hlíðasvæðis. Hafdís Ósk Baldursdóttir er hjúkrunarfræðingur skólans.
Viðverutími hennar í skólanum er:
Þriðjudaga:8.30 – 12.00,
Fimmtudaga:8.30 – 12.00,
Skólaheilsugæslan er framhald af ung- og smábarnavernd og sér um fræðslu, reglubundnar skoðanir og bólusetningar. Hægt er að ná sambandi við skólahjúkrunarfræðing á Heilsugæslu Hlíðasvæðis í síma: 5135900 eða á hjallastefnuskoli.reykjavik.is@heilsugaeslan.is
Reglubundnar skoðanir og bólusetningar
1. bekkur (6 ára): |
Nemendur eru hæðar- og þyngdarmældir og sjónprófaðir. Einnig er gert lífsstílsmat. |
. |
Nemendur eru hæðar- og þyngdarmældir og sjónprófaðir. Einnig er gert lífsstílsmat. |
Fylgst er með nemendum í öðrum árgöngum eftir þörfum.
Fræðsla/heilbrigðishvatning/forvarnir
Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu. Foreldrar eru hvattir til að leita eftir ráðgjöf hjúkrunarfræðings varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.
Fríar tannlækningar fyrir öll 6-17 ára börn
Vakin er athygli á því að tannlækningar 6-17 ára barna eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komugjaldi. Ef barnið þitt hefur ekki farið í tanneftirlit á síðustu tólf mánuðum ertu beðin/n um að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst. Meiri upplýsingar má nálgast á vefsíðunni. https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/tannvernd/born/ .
Svefn, nesti og skjólfatnaður
Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Sex ára börn þurfa t.d. að sofa a.m.k. 10-12 klst. á nóttu. Skóladagurinn er langur, mikilvægt er að borða vel áður en farið er í skólann og hafa að auki með sér hollt og gott nesti. Í Barnaskóla Hjallastefnunnar er boðið upp á mat fyrir nemendur. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði og með húfu/eyrnaband og vettlinga.
Veikindi og óhöpp
Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi barnið að fara á heilsugæslustöð/slysadeild er æskilegt að foreldrar/forráðamenn fari með barnið og er því mikilvægt að skólinn hafi símanúmer þeirra bæði heima, í farsíma og í vinnu. Ekki er ætlast til að slysum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.
Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæslan viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.
Lyfjagjafir
Ef barn þarf að taka inn lyf á skólatíma er foreldrum bent á að setja sig í samband við skólaheilsugæsluna sem aðstoðar við að skipuleggja lyfjagjafir á skólatíma. Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum, s.s. insúlín.
Lúsin
Lúsin kíkir alltaf reglulega í heimsókn yfir skólaárið. Mjög mikilvægt er að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega, t.d. vikulega. Best er að bleyta hárið og setja næringu í og kemba hárið með næringunni í. Allar frekari leiðbeiningar er að finna á vef heilsugæslunnar og landlæknisembættisins https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hofudlus/
Nánar er hægt að lesa um heilsuvernd skólabarna á eftirfarandi slóð https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/leidbeiningar-fyrir-heilsugaeslu/heilsuvernd-grunnskolabarna/