Enginn sumarskóli í sumar
03. 03. 2021
Við viljum tilkynna ykkur nú með góðum fyrirvara að ekki verður sumarskóli Barnaskólans í Reykjavík á komandi sumri. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði er tilbúinn að taka á móti þeim börnum sem óska eftir að komast í sumarskóla. Sumt af starfsfólki frístundar í Reykjavík mun standa vaktina í Hafnarfirði í sumar. Börnin munu því þekkja nokkur andlit starfsmanna :) Fimm ára deildin okkar mun starfa fram til 14. júlí.