Innskráning í Karellen
news

Gleðilegt sumar!

21. 04. 2021

Kæru foreldrar

Sumardagurinn fyrsti er á morgun og skipulagsdagur á föstudag. Það er því löng helgi framundan.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum ykkur kærlega fyrir veturinn. Það er vor í lofti hér í Öskjuhlíðinni þrátt fyrir kalt veður og börnin eru dugleg að leika sér úti í alls konar leikjum.

Það er einmitt svo dásamlegt við Hjallastefnuna, útiveran, frelsið, skapandi máttur, opinn hugur, gleði og kærleikur. Áherslan á þetta gerir börnin okkar heil, þeim líður vel og þá gengur þeim vel í öllu.

Góðar kveðjur til ykkar og gleðilegt sumar!

© 2016 - Karellen