Innskráning í Karellen
news

Hljóðlist í hlíðinni

12. 03. 2021

Elstu nemendur skólans hafa undanfarnar vikur unnið að gerð hljóðlistaverka undir stjórn og handleiðslu Péturs Eggertssonar tónskálds en þau hafa komið verkunum fyrir víðsvegar um gönguleiðir Öskjuhlíðar. Nemendur veltu fyrir sér hlutverki hljóðs í náttúrunni og sköpuðu skúlptúra sem eru í samtali við umhverfið. Þau skrifuðu síðan umfjöllun um listaverkin sem voru vel úthugsuð og útkoman var hreint út sagt frábær. Gestum var síðan boðið að kynna sér verkin í hlíðinni.

© 2016 - Karellen