Innskráning í Karellen
news

Öskudagsgleði í Barnaskólanum

17. 02. 2021

Á öskudegi er hér alltaf líf og fjör. Börnin mættu uppáklædd, í allskyns búningum. Augljóst er að hugmyndaauðgin er alls ráðandi. Mikið hefur verið lagt í búningahönnun og vinnu við gerð þeirra til að gera daginn eftirminnilegan.

Starfsfólk skólans lét heldur ekki sitt eftir liggja, hér mátti m.a. sjá smiði, Mjallhvíti, sjálfan Freddie Mercury, Gretu Thunberg, Ölmu landlækni, FBI-löggu og meira að segja staðgengil skólastýru.

Hér má sjá mynd af nokkrum af kennurum skólans.

© 2016 - Karellen