Innskráning í Karellen
news

Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 6. apríl

03. 04. 2021

Komið þið sæl

Skólastarf hefst þriðjudaginn 6. apríl næstkomandi. Vinsamlega athugið að þrátt fyrir að skólar Reykjavíkur séu margir með starfsdag allan daginn eða fram að hádegi þá munum við hefja okkar starf með hefðbundnum hætti. Skólabíllinn keyrir strax á þriðjudagsmorgun og skólinn opnar 7:45 eins og venjulega.

Nú hefst áræðnilota en sú lota er sjötta og síðasta lota skólaársins. Lotulyklarnir sem við vinnum með eru kjarkur, kraftur, virkni og frumkvæði.

Við biðjum ykkur að hafa börnin ykkar heima ef þau eru lasin eða slöpp.

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna Covid munum við hólfa starfið niður og virða stóttvarnareglur og því viljum við biðja ykkur að koma helst ekki inn í skólann en kveðja börnin við dyrnar.

Við hlökkum til að hitta börnin ykkar.

Gleðilega páska!

Kær kveðja

Ragnhildur og Einar

© 2016 - Karellen