Innskráning í Karellen
news

Sumarskóli Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði

13. 04. 2021

Kæru foreldrar grunnskólabarna (6-9 ára)

Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki sumarskóli hjá okkur á Nauthólsvegi í sumar en við munum hvetja foreldra okkar barna að skrá börnin í sumarskóla Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði. Nokkrir leiðtogar úr frístundastarfinu hjá okkur munu starfa þar í sumar þannig að börnin okkar munu mæta kunnuglegum andlitum.

Á heimasíðu Barnaskólans í Hafnarfirði má finna upplýsingar um starfið í júní að skólaslitum loknum!

Almenn ánægja var með starfið hjá þeim í fyrra og verður það með sambærilegu sniði í ár.

Skemmtileg og vel skipulögð dagskrá í fallegu umhverfi skólans í Hafnarfirði. Verið innilega velkomin!

????☀

Allar frekari upplýsingar um sumarstarfið má nálgast hér

© 2016 - Karellen