Innskráning í Karellen
news

Vináttulota

08. 02. 2021

Í dag hefst vináttulotan. Hún er fimmta lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar og lotulyklar lotunnar eru umhyggja, kærleikur, félagsskapur og nálægð. Í þessari lotu æfa börnin félagsfærni, samskipti og góðvild í garð annarra. Vináttulota er efsta stig félagsþjálfunar Hjallastefnunnar og í raun eineltisáætlun. Með henni er markmiðið að styrkja og efla vináttu á ýmsa vegu. Börnin munu ræða um vináttu og hvernig er hægt að vera góð vinkona eða góður vinur. Í lotunni fer einnig fram tilfinningavinna. Þá er fjallað um tilfinningar eins og t.d. gleði, sorg, reiði, kvíða, spennu og fleira.

© 2016 - Karellen