Innskráning í Karellen
news

Vorferð

20. 05. 2021

Nú eru vorferðirnar okkar á næsta leyti og mikil tilhlökkun meðal barnanna. Kennarar hafa öll sent ykkur upplýsingar um ferðirnar.

Rúturnar verða komnar klukkan 8:10 á nyrsta bílaplan HR. Þær eru allar merktar hverjum árgangi og áfangastað.

Foreldrar eru beðnir að fara fyrst með börnin í skólann ( á milli kl. 8:10-9:00) og kveðja þau þar. Fara síðan að rútunum og skila farangri í viðeigandi bíl. Nokkrir starfsmenn skólans verða við rúturnar og leiðbeina ykkur.

Við heimkomu verða rúturnar ( á milli kl.14:00-15:00) á sama stað og þangað sækið þið börn og farangur.

Til þess að allt gangi vel biðjum við ykkur að fara eftir þessum leiðbeiningum og dvelja ekki lengur en nauðsyn krefur.

Það er morgunmatur í skólanum eins og venjulega.

© 2016 - Karellen