Innskráning í Karellen
news

​Fundarboð til foreldra og fjölskyldna barna í Hjallastefnuskólum í Reykjavík

16. 02. 2022

Fundur í Háskólanum í Reykjavík, við Menntaveg 1, mánudaginn 21. febrúar klukkan 19:00

Kæru foreldrar og fjölskyldur

Eins og okkur er öllum kunnugt, verða skólahús Öskju og Barnaskólans að víkja af núverandi lóð þegar skólaárinu lýkur. Viðræðunefnd Reykjavíkurborgar og Hjallastefnunnar hefur í vetur unnið að samkomulagi til að koma í veg fyrir lokun skólasamfélagsins. Nú sést loks til lands.

Borgarráð hefur samþykkt að taka þátt í leigukostnaði fyrir skólana í tímabundnu húsnæði til 2-3 ára meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir skólasamfélagið í Öskjuhlíðinni.Við vonumst eftir góðri lausn fyrir okkur öll; börn og foreldra svo og starfsfólk.Allir þessir aðilar hafa staðið þétt með hugsjónum okkar um að Hjallastefnan verði áfram valkostur í skólastarfi í höfuðborginni.

Við viljum því bjóða foreldra og aðstandendur barna úr leikskólanum Öskju, Barnaskólanum í Reykjavík og Laufásborg á fund til þess að ræða stöðu mála, um bráðabirgðahúsnæði og það sameiginlega stöðumat sem lagt var fyrir borgarráð og stjórn Hjallastefnunnar.

Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, stofum M101 og V101.(Gengið er inn um aðalinngang og stofurnar eru þær fyrstu á langa ganginum sem liggur út frá miðju hússins). Fundur hefst klukkan 19:00 21. febrúar 2022.

Dagskrá fundar:

  • Fundur settur og fundarstjóri/stýra kynnt
  • Fulltrúar Hjallastefnunnar í viðræðunefnd Hjallastefnunnar og Reykjavíkurborgar kynna stöðu mála og sameiginlegt stöðumat
  • Umræður um bráðabirgðahúsnæði
  • Almennar umræður

Við hlökkum til að hittast og þakka þolinmæðina, styrkinn og samstöðuna sem við höfum öll skynjað á krefjandi tímum.

Með kærleikskveðjum,

Bóas Hallgrímsson framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Fundarboð

© 2016 - Karellen