Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík auglýsir eftir leik og grunnskólakennurum. Við leitum að jákvæðu og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í grunnskólastarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi
  • Reynsla, menntun og þekking á starfi með börnum
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík er við rætur Öskjuhlíðar í heillandi og skemmtilegu umhverfi. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.

Hafir þú áhuga á að sækja um, vinsamlegst sendu umsókn ásamt ferilskrá á barnaskolinnrvk@hjalli.is fyrir 7. júní. Allar frekari upplýsingar fást jafnramt í Barnaskólanum í Reykjavík í síma s: 555-7910.


© 2016 - Karellen