Innskráning í Karellen
news

Brautir í Barnaskólanum

20. 02. 2024

Í skólanum okkar viljum við að öll börnin okkar blómstri í styrkleikum sínum en kynjanámskráin okkar gengur einmitt út á það; að hvert barn fái tækifæri til að styrkja sig og efla.

Brautirnar sem skólinn býður uppá hafa það að markmiði að börnin geti fengið að velja sér grein þar sem þau fá enn dýpri og meiri þekkingu á viðfangsefninu. Þannig styrkja þau sitt eigið sjálfstraust og ná frekari færni í greinum sem tengjast þeirra áhugamálum.

Þessa önnina geta börnin valið eftirfarandi brautir:

Handverksbraut

Íþróttabraut

Sjónlistir

Sviðslistir

Tónlistarbraut

Og að auki geta börnin á miðstigi valið:

Vísinda- og tölvubraut

Spilabraut


© 2016 - Karellen