Innskráning í Karellen
news

Fyrirlestur í kvöld

18. 02. 2020

Í kvöld kl. 19:30 verður áhugaverður fyrirlestur um einhverfu. Fyrirlesturinn verður í Öskju. Verið innilega velkomin!

- Ég er unik er fyrirlestur um einhverfu. Aðalheiður Sigurðardóttir móðir stúlku með einhverfu fjallar um sitt ferðalag sem einhverfumamma. Í honum fáum við að fara í ferðalag um heim einhverfunnar; hvað er einhverfa, hvernig birtast einkennin og hvers vegna? Hún kemur inn á tengslamyndun, hvatningu, að tækla erfiða hegðun og að hugsa út fyrir kassann. Síðast en ekki síst segir hún frá sínu árangursríka samstarfi við skólann sem varð til þess að dóttir hennar öðlaðist nýtt líf.

Fyrirlesturinn er fyrir kennara og foreldra í Öskju og Barnaskólanum. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.


© 2016 - Karellen