Innskráning í Karellen
news

Gleði í Barnaskólanum

29. 08. 2019

Skólastarfið í Öskjuhlíðinni er hafið af fullum krafti. Börnin leika sér mikið úti og það er dásamleg sjón að sjá þau hoppa og skoppa í Hlíðinni okkar góðu.

Agalotan er fyrsta lota skólaársins. Lotulyklar hennar, virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Í þessari lotu eru R- reglurnar þrjár í hávegum hafðar, röð, regla og rútína. Við æfum okkur að ganga í röð, fylgja fyrirmælum, í almennri kurteisi eins og til dæmis að heilsast, kveðjast og bjóða góðan daginn. Börnin eru einbeitt og glöð. Á myndinni má sjá sjö ára stúlkur.

© 2016 - Karellen