news

Jólaföndur

04. 12. 2019

Jólaföndur foreldrafélags Barnaskólans í Reykjavík verður haldið laugardaginn 7. desember kl. 11-13 í Sólsetrinu en það er á Kjalarnesi. Öllum börnum og fjölskyldum þeirra er boðið í jólaföndrið.

https://www.facebook.com/events/2843757039021264/?notif_t=plan_user_joined&notif_id=1575383059385723

Sólsetrið er ævintýralegur staður og þar verður mikið að náttúrulegum og endurnýttum efnivið í boði, t.d skeljar, greinar, köngla og fleira. Einnig eru þau með málningu, perlur, efni og allskonar fleira spennandi. Endilega komið líka með opinn efnivið að heiman, t.d. krukkur, garn, borða, perlur og allt sem ykkur dettur í hug.

Heitt súkkulaði, kaffi, mandarínur og piparkökur verða í boði ....og varðeldur verður logandi úti :)
Hlökkum til að sjá sem flesta í ævintýralegu umhverfi Sólsetursins við Esjurætur.


© 2016 - Karellen