Innskráning í Karellen
news

Maturinn í Barnaskólanum!

11. 03. 2020

Í Barnaskólanum er boðið upp á fjölbreytt og gott fæði. Tvisvar í viku er boðið upp á fisk, einu sinni í viku er grænmetisréttur/ súpa, einu sinni í viku er pastaréttur og einu sinni er boðið upp á kjöt, sem getur verið hakkréttur, lambakjöt eða kjúklingakjöt. Brauðið sem börnin borða í nónhressingu er bakað í skólanum.

Hér á myndinni má sjá grænmetisrétt, hýðishrísgrjón, kúskús, linsu- og kjúklingabaunir, rauðrófur og sætar kartöflur, toppað með paprikusósu úr ristuðum paprikum og Grana padano osti. Allt gert frá grunni.

© 2016 - Karellen