Innskráning í Karellen
news

Mikill spenningur í Barnaskólanum

21. 05. 2019

Á hverju vori fara öll börn í Barnaskólanum í vorferðir. Þessar ferðir hafa verið einstaklega vel heppnaðar, lærdómsríkar og skemmtilegar bæði fyrir nemendur og kennara.

Á morgun leggur hópurinn af stað og gist verður í tvær nætur á völdum stöðum.

5 ára börnin fara í Vatnaskóg, þar sem bíður þeirra spennandi dagskrá.

6 ára börn fara á slóðir Egils Skallagrímssonar og dvelja í Ölveri.

7 ára börn fara á Njáluslóðir og gista á Hellishólum í Fljótshlíð.

8 ára börn verða á Laxdæluslóðum á Laugum í Sælingsdal.

9 ára börn verða á slóðum Bárðar Snæfellsáss og gista á Arnarstapa.

Þetta verður mikið ævintýri og tilhlökkun er í lofti.

© 2016 - Karellen