news

Skólastarf næstu daga

02. 11. 2020

Elsku foreldrar

Við teljum okkur vera vel undirbúin undir hertar sóttvarnareglur. Við höfðum þegar hólfað skólann vel niður og nú höfum við gert örfáar breytingar til að styrkja sóttvarnahólfin enn betur. Börnin okkar á miðstigi þurfa að vera með grímur í skólanum.

Skólabíllinn gengur eins og venjulega en börnin þurfa að vera með grímur í bílnum.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir að koma ekki inn í skólahúsnæðið.

Vegna þess að við vorum með starfsdag í dag ætlum við að fresta fyrirhuguðum starfsdegi grunnskólabarna þann 9. nóvember og foreldraviðtölum þann 10. nóvember í næstu viku og bjóða upp á hefðbundið skólastarf þessa daga.
Kennarar munu hafa samband við ykkur á næstu dögum.

Við treystum því að það sé það gott samstarf á milli heimila og skóla og að þið hafið alltaf samband við okkur ef ykkur vantar upplýsingar eða ef eitthvað kemur upp á og við ítrekum við kennara að gera slíkt hið sama.

© 2016 - Karellen