Innskráning í Karellen
news

Söngur og gleði

09. 12. 2019

Miðstigsbörnin okkar sungu þrjú lög á ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í morgun. Börnin hafa verið dugleg að æfa sig fyrir þennan viðburð og stóðu sig frábærlega. Þau voru skólanum sínum til mikils sóma.

Kennarar barnanna Kristin Cardew og Edda Huld syngja með börnunum á hverjum degi og þau eru mjög dugleg að syngja, meira að segja í röddum. Hópurinn hitti síðan menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, sem hrósaði börnunum mjög og sagði þeim að vera dugleg í skólanum og dugleg að skemmta sér.


© 2016 - Karellen