Innskráning í Karellen
news

Tjáning og sköpun

14. 05. 2019

Fimm ára börnin eru þessa dagana að fræðast um samtímalist og unnu verkefni út frá verki Hrafnkels Sigurðssonar, “Ruslapokar”. Börnin teiknuðu verkið á sinn hátt og upp komu ýmsar mjög áhugaverðar umræður og spurningar vöknuðu: Hvað vill listamaðurinn segja? Hvers vegna erum við að skapa list og hvaða tilfinningar eru í verkinu? Þau unnu síðan sitt eigið listaverk og hugleiddu um leið hvað þau langaði að segja eða tjá með sínu listaverki.

Með þessu verkefni var börnunum leyft að fá tilfinningu fyrir fjarvídd og myndbyggingu. Þau unnu fleiri fjarvíddarverkefni með ólíkum efnivið eins og t.d. blýant, trélitum, olíu- og pastelkrítum og klippimyndum. Þau unnu einnig myndverk sem við kölluðum “matarlist”, þar sem þau rannsökuðu hvernig maturinn bráðnaði og harðnaði inn í vatnslitina og í verkið.

© 2016 - Karellen