Innskráning í Karellen

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík

Nauthólsvegi 87, 101 Reykjavík
Sími: 555-7910, Netfang: barnaskolinnrvk(hjá)hjalli.is
Skólastjóri: Ragnhildur Ásgeirsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Einar Ómarsson
Fjöldi nemenda er 180 og fjöldi starfsmanna er 35.

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík var settur 1. október 2008. Hann var fyrst til húsa í leikskólanum Laufásborg og síðar við Suðurgötu 14, í hjarta miðborgarinnar og í næsta nágrenni við ýmsar miðstöðvar menningar og lista. Haustið 2009 fluttist skólinn í varanlegt húsnæði við Hlíðarfót 7 í Öskjuhlíðinni þar sem hann starfar í náinni samvinnu við leikskólann Öskju sem einnig er rekinn af Hjallastefnunni.

Skólinn er sjálfstætt rekinn skóli skv. 43. grein grunnskólalaga og starfar á grundvelli skipulagsskrár sem staðfest er af menntamálaráðherra. Skólanefnd og stjórn Hjallastefnunnar fara með æðsta vald í málefnum skólans skv. grunnskólalögum.

Skólinn opnar kl. 7:45 en formlegt skólastarf hefst kl. 9:00 og stendur til 14.30. Tómstundastarf er í boði eftir skólann til kl. 16:30 á daginn.

Foreldrar sem hafa hug á að sækja um skólavist fyrir börn sín, er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans eða skólastjóra sbr. símanúmer hér á síðunni eða hafa samband með tölvupósti (barnaskolinnrvk@hjalli.is).

© 2016 - Karellen