Innskráning í Karellen
news

Haustönn fer vel af stað

10. 10. 2023

Haustönnin fór ljúflega af stað hjá okkur í Skógarhlíðinni enda starfsfólk skólans með eindæmum lausnamiðað og þó það sé þröngt um okkur þetta skólaárið þá ganga hlutir orðið smurt fyrir sig og börnin okkar glöð og kát.

Við notuðum agalotu í að kjarna okkur og umhverfi okkar og nú þegar sjálstæðislota er gengin í garð þá vorum við vel tilbúin til að taka á móti þeirri góðu lotu.

Brautir eru farnar að rúlla og allt í kringum þær gengur sömuleiðis vel. Í brautum er mikilvægast að börnin velji sér braut samkvæmt sinni sannfæringu og áhugasviði. Við erum sérstaklega heppin með það fólk sem kemur til okkar til að kenna brautir og fyrir það erum við þakklát.

Við hlökkum til vetrarins og höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu.© 2016 - Karellen