Innskráning í Karellen
news

Borgarráð samþykkti framtíðarsamsstarf við okkur

06. 05. 2022

Kæru fjölskyldur

Við fengum frábærar fréttir í gær þegar borgarráð samþykkti framtíðarsamsstarf við okkur.

Það er mikill gangur í málum núna sem snúa að því að skólastarfið verði órofið. Verkefnin eru stór og snúast um tvennt:

  1. Bráðabirgðahúsnæði sem yrði notað frá ágúst 2022.

  2. Langtímalausn í Öskjuhlíð.

Varðandi bráðabirgðalausn þá erum við á fullu að vinna í að ganga frá bráðabirgðahúsnæði í Skógarhlíð en þar er stefnan að við verðum, bæði Askja og Barnaskólinn næsta skólaárið, vonandi meira að segja ekki allt skólaárið. Húsnæðið hentar vel fyrir okkar starfsemi og þarf ekki að gera miklar breytingar á því.

Í vikunni höfum við skoðað húsnæðið með Heilbrigðiseftirliti, safnað gögnum og unnið að umsókn um bráðabirgðaleyfi fyrir starfsemina í þessu húsnæði, til að brúa bilið þangað til við förum vonandi í Keiluhöll. Sú umsókn fer til ráðuneytis á morgun, föstudag og við krossum fingur eftir jákvæðri og skjótri afgreiðslu.

Hvað langtímalausn varðar þá er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu eins og við upplýstum ykkur um á föstudaginn s.l. Við skiluðum gögnum til borgarráðs á mánudaginn var og í dag samþykkti borgarráð samstarfsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Hjallastefnunnar. Þar er Hjallastefnunni gert kleift að leigja húsnæði í Öskjuhlíðinni í 10 ár. Samhliða mun borgin annað hvort kaupa það húsnæði undir þjónustu Hjallastefnunar eða byggja nýtt skólahúsnæði. Þessi stuðningur skýtur stoðum undir framtíðarstarfsemi Hjallastefnunar og gefur færi á aukinni starfsemi.

Enn og aftur erum við að njóta stuðnings og aðstoðar frá frábærum og öflugum foreldrum sem eru að vinna dag og nótt í þessu með okkur, algjörlega magnaður hópur.

Áfram gakk!

Hlý kveðja,

Linda Björk og Silja, skólastýra Öskju

© 2016 - Karellen