Innskráning í Karellen
news

Glöð börn mætt í skólann

06. 04. 2021

Það voru glöð börn sem mættu í skólann í morgun eftir ljúft páskafrí.

Nú er hafin áræðnilota en hún er sjötta og síðasta lota skólaársins, lotulyklarnir eru kjarkur, kraftur, virkni og frumkvæði. Þessari síðustu lotu er ætlað að reka smiðshöggið á heildarstarf vetrarins hvað varðar persónuþroska, bæði í einstaklings- og félagslegu tilliti og skilning barnanna á fjölþættum eiginleikum og mannlegri hæfni. Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir sínu máli. Næstu vikurnar verður lögð áhersla á að búa til sterka sjálfsmynd, hjá börnum sem geta allt sem þau vilja.

© 2016 - Karellen